Saturday, November 29, 2008

Má vera að þá lifi hana hvorugur okkar

Ég sat í gærkvöldi á tali við mann á níræðisaldri. Við vorum að ræða hvort það væri að skapast byltingarástand núna og hver sénsinn sé á því að á næstu misserum verði Byltingin loksins, sem gott fólk hefur verið að bíða eftir undanfarnar kynslóðir. Það hafa komið nokkur tímabil þegar hún virtist vera innan seilingar, og var það kannski, þótt hún hafi ekki orðið ennþá, hverju sem um er að kenna.

Allavega, þá sagði ég þessum manni, sem ég endurtek að er á níræðisaldri, að ef hún yrði ekki á næstu misserum þá mættum við líklega bíða lengi enn. Að annað hvort mundum við báðir lifa það að sjá hana verða, eða þá að hvorugur okkar mundi lifa það.

Ég held, svei mér þá, að þetta gæti verið rétt hjá mér.

En á hinn bóginn, þá gæti mér skjátlast líka.

Annað eins hefur víst gerst.

No comments:

Post a Comment