Thursday, November 6, 2008

Burt með eftirlaunaósómann

Ég vil að einhver af góðu gæjunum á Alþingi leggi tafarlaust fram frumvarp um að eftirlaunaósóminn verði afnuminn. Ég vil að atkvæðagreiðsla fari fram með handauppréttingu. Sjáum hvort einhver er á því plani að andæfa.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingar, sagði einhvers staðar um daginn að það ætti að afnema eftirlaunaósómann, og ef einhver hlutaðeigandi gæti ekki sætt sig við það gæti sá hinn sami bara farið í mál, fengið sér dæmd eftirlaunin sín og orðið sér um leið til skammar. Þetta er hárrétt hjá Árna. Hvers vegna leggur hann þetta þá ekki til?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég vil vekja athygli á opnum fundi Rauðs vettvangs í kvöld, fimmtudag 6. nóvember, kl. 20:00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87.
Til umræðu verða þjóðfélagsmálin og hin eilífa spurning: Hvað ber að gera?
Hvað hafa sósíalistar fram að færa í umræðuna, sem borgaraleg sjónarmið eygja ekki?
Hvernig getum við endurreist þjóðfélagið á manneskjuvænni, skynsamlegri og lýðræðislegri grundvelli en verið hefur?
Látið sjá ykkur, leggið orð í belg, verið með. Takið áhugasama með ykkur.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Brósi ritar: Af forsetakosningum í Bandaríkjunum

No comments:

Post a Comment