Friday, November 7, 2008

Margt á seyði

Það er í mörg horn að líta þessa dagana. Mótmæli, stíf fundahöld Rauðs vettvangs, ýmis önnur félagsstörf, skriftir -- og svo vinnan.
Það er kannski síðasti séns til að lyfta grettistaki í garðinum, og ég hef ekki tíma til þess.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvað fær fólk til þess að skrifa moggablogg sem er ekkert annað en endursögn á fréttinni sem er bloggað við? Hvernig getur fólk fengið það af sér að ofnota leturbreytingar? Af hverju er til fólk sem ofnotar upphrópunar- og spurningarmerki? Hvers vegna ofnota sumir semikommur?
Hvers vegna hafa sumir andlag á undan umsögn, í upphafi setningar, þar sem það á ekki við? (Dæmi: Kosningar í Bandaríkjunum vann svertingi.)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ætli Hvíta húsið verði núna málað svart?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það eru svo margir brandarar sem mig langar til að deila með heiminum en geri ekki vegna pólitískrar rétthugsunar. Og nei, þeir eru hvorki á kostnað svertingja, homma, gyðinga, kvenna né neinna slíkra hópa.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvers vegna þurfa tækifærissinnar, ævintýramenn og æsingamenn að reyna að príla upp eftir mótmælahreyfingu venjulegs fólks?

No comments:

Post a Comment