Thursday, June 28, 2007

Mér er spurn...

Ísraelar drepa tólf Palestínumenn á Gaza; „flestir þeirra eru“ þó „sagðir hafa verið herskáir Palestínumenn“ þannig að við getum andað léttar, býst ég við. Mér er spurn, hver segir að þeir hafi verið það? Ísraelar? -- og annað: Hvers vegna er ekki talað um herskáa Ísraela í þessu samhengi?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Rafmagnsleysi í New York -- hita kennt um. Mér er spurn, hvers vegna er kerfið ekki hannað til þess að standast aðstæður sem má búast við að komi upp? Getur verið að kerfið sé fjársvelt, eins og fleira í innviðum Bandaríkjanna? Það eru ekki mörg ár síðan rafmagnið sló út á stórum hluta austurstrandarinnar, vegna þess að viðhaldið var ekki í lagi. Getur verið að svipað sé í stöðunni núna?

No comments:

Post a Comment