Wednesday, June 13, 2007

Ekki líst mér á blikuna

Ef þessi frétt er eitthvað í námunda við atburðarásina, þá er óþverri framundan í Palestínu -- valdataka Mohammeds Dahlan og dauðasveita hans. Hann er öryggismálastjóri Fatah, með mörg hundruð manna prívat her sem er þjálfaður af Bandaríkjamönnum og Ísrael -- og hefur verið kallaður hinn tilvonandi Augusto Pinochet Palestínu. Ef hann framkvæmir áætlunina sem menn vita að hann á, semsé að ganga milli bols og höfuðs á Hamas og öðrum andspyrnuhreyfingum, þá líst mér ekki á blikuna. Þetta er kvislingur.

No comments:

Post a Comment