Sunday, June 17, 2007

Mótmæli dagsins

Jæja, ég varð við minni eigin áskorun og fór áðan og mótmælti herskipakomunni. Bjó til skilti þar sem stendur "NATO - Nazi American Terrorist Organization" þar sem "N"-ið í "NATO" er stílfærður hakakross. Þjóðverjarnir á Sachsen við Miðbakka kipptu sér ekkert upp við okkur, og stóðum við þar um hríð. Þegar við hins vegar fórum inn að Sundahöfn, þar sem amerískt morðtól flaut fyrir landi, gerði Kaninn sér lítið fyrir og lokaði skipinu fyrir gestum á meðan þessi vafasami fámenni hópur af sakleysislegu, meinleysislegu og friðelskandi fólki stóð þarna. Þeir færðu okkur vald til þess að loka skipinu með því að standa þarna! Það var nú ekki laust við að maður væri upp með sér yfir að vera álitið svona merkilegur, og varð þetta okkur hvatning til að standa lengur en við hefðum ella nennt.

No comments:

Post a Comment