Tuesday, July 3, 2007

Eitt og annað...

Elías Davíðsson skrifar: Svæsin áróðursskrif Davíðs Loga Sigurðssonar í Morgunblaðinu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ætli þessi hafi verið að tuska leigt vinnudýr til? Er það ekki það sem þetta er vant úr heimalandi sínu, samkvæmt einum innflytjanda verkafólks til leigu?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ingibjörg fræðist um flóttamenn í Írak -- hvað eigum við að bíða lengi eftir því að Ísland segi sig frá stuðningi við þetta hernám?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvaða andskotans della er þetta? Skíðishvalir éta svif, það sama og loðnan étur, sem þorskurinn étur síðan, er það ekki? Einhvern tímann heyrði ég að eitt kíló af þorski þyrfti að éta ca. tíu kíló af loðnu, sem aftur þyrftu að éta hundrað kíló af svifi. Leiðréttið mig endilega ef ég fer með rangt mál. Skíðishvalur þarf að éta ca. tíu kíló af svifi fyrir hvert kíló af kjöti, skv. sömu þumalputtareglu. Þannig að til að styrkja þorskstofninn um eitt tonn þarf að drepa tíu tonn af hval. Núna eru veiddir einhverjir tugir hvala, úr stofnum sem hlaupa á þúsundum dýra. Skil ég það ekki rétt, að það hafi sama og engin áhrif á stofninn? Skil ég það ekki rétt að það þyrfti að drepa þúsundir hvala til þess að hafa mælanleg áhrif á þorskstofninn? Á svo að selja þetta í hundamat eða hvað?

No comments:

Post a Comment