Sunday, June 17, 2007

Segjum nei við morðum

Það fljóta morðtól á Reykjavíkurhöfn og Sundahöfn og ég skora á andstæðinga hernaðar að
koma því til skila á einn eða annan hátt, hvaða hug við berum til svona tækja.

NATO-herskipin í Reykjavíkurhöfn verða sýnd almenningi á þjóðhátíðardaginn.
Af því tilefni munu félagar úr SHA mæta með dreifirit, þar sem dregnar eru fram
ýmsar staðreyndir um NATO og tilgang herskipanna.
Staðið verður við þýska skipið við Miðbakka í gömlu höfninni kl. 12.

Þetta er áminning hernaðarbandalagsins, sem kennt er við Atlantshaf, um hvar við eigum að standa í alþjóðamálum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Er það ekki annars hlægilegt þegar Ingibjörg Sólrún segist ekki styðja Íraksstríðið og Nicholas Burns brosir alveg jafn breitt? Það er ekki að sjá að stjórnarráðið hafi gefið til kynna að formlegum stuðningi Íslands við fjöldamorð sé lokið. Plís, leiðréttið mig ef þið vitið betur.
Er ekki annars hlægilegt þegar stuðningsmenn stríðsins láta eins og listinn sé ekki til?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Við höldum upp á þjóðfrelsi okkar samtímis því sem við erum hluti af hópnum sem neitar Írökum um þjóðfrelsi. Væri rangt að kalla það hræsni?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Fatah halda valdaráni sínu áfram í Palestínu, Abbas reynir að svipta Hamas þeim völdum sem byggjast á sigri í lýðræðislegum kosningum og með stuðningi Bandaríkjanna. Það er ekki skrítið, enda er Salam Fayyad, nýi forsætisráðherrann, hallur undir Bandaríkin og hefur góð tengsl við Ísrael. Er fólk hissa? Þetta heitir að menn séu samverkamenn hernámsliðsins. Það eru til ýmis samheiti, sum hver gildishlaðnari. Og þá stendur nú ekki á Evrópusambandinu að taka aftur saman við valdaránsstjórn Abbasar -- og einhvern veginn gæti maður ímyndað sér að nú minnki andúð Geirs H. Haarde á stjórninni, fyrst hún er ekki lengur lýðræðisleg.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er greinilega nauðsynlegt að byggja álver og égveitekkihvað á Húsavík til þess að stemma stigu við þessu hvínandi atvinnuleysi.

No comments:

Post a Comment