Monday, October 4, 2010

Stjórnarskipti? Kosningar?

Ég hef persónulega hvorki sterka skoðun á því hvort ríkisstjórnin sem slík eigi að sitja eða víkja, né hvort það eigi að efna til kosninga eða ekki. Hins vegar má það hreinlega ekki bíða lengur að leysa úr nokkrum brýnum málum. Ég ætla mér ekki að gera lítið úr málum sem ríkisstjórnin hefur sinnt, eins og Árósarsáttmálanum eða hjúskap samkynhneigðra, en hvorugt stenst þó samanburð við það að stefna drjúgum hluta heimila í landinu í gjaldþrot, skera niður í heilbrigðiskerfinu eða að einkavæða auðlindir eða aðrar grunnstoðir í þjóðfélaginu. Það þarf að taka til hendinni, víkja hagsmunum stórauðvaldsins einu sinni til hliðar (já, reyndar í eitt skipti fyrir öll) -- og ríkisstjórnin þarf að vera fús til þess og fær um það. Ef hún er það ekki, þá verður hún að víkja. Þetta má einfaldlega ekki bíða lengur.

No comments:

Post a Comment