Saturday, October 2, 2010

Þykjustusakleysingjar

Talsmenn valds og afturhalds segja oft eitthvað asnalegt um andstæðinga sína. Með því asnalegra þykir mér þegar þeir fullyrða að fólk sé hugsjónalausir slæpingjar, bara vegna þess að það leyfir sér að ganga lengra í mótmælum heldur en góðborgarar leyfa sér. Hvert er orsakarsamhengið þar á milli? Hitt sem stendur upp úr í hallærisgangi er þegar þeir þykjast ekki skilja hvað fólki gengur til. Dæmi:

"Geir Jón segist ekki skilja tilgang svona mótmæla." (RÚV)

Right. Ætli Geir Jón sé svo grænn að hann skilji ekki tilgang mótmælanna á Austurvelli?

No comments:

Post a Comment