Friday, February 12, 2010

Tólfti febrúar

Eldey tók upp á því í fyrrakvöld, að ganga óstudd í fyrsta sinn, nokkur skref.
Lítil skref fyrir eina manneskju, en risastökk fyrir mannkyn.

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eigendur niðursetningafyrirtækja skulu njóta trausts, segir RÚV. Trausts hverra? Jóhannes í Bónus og Ólafur í Samskip njóta ekki míns trausts, svo mikið er víst.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stór. Er það ekki sikk?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þórður birtir tíunda hluta, og síðasta að sinni, af æsilegri frásögn sinni af miður ánægjulegum samskiptum við Guðmund Hjörvar Jónsson, lögregluþjón í Borgarnesi. Mæli með þessari lesningu þótt löng sé.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Hringhenda sem ég orti á dögunum:

Setur hryggð að okkur oft,
auðvald tryggðir seldi.
Höldum dygðum hátt á loft:
Hamri, sigð og eldi.

No comments:

Post a Comment