Thursday, February 4, 2010

Bjarni og sakleysið

Ég horfði á Bjarna Benediktsson útskýra sakleysi sitt í þessu Vafnings-máli í Kastljósi í gærkveldi. Nú hef ég ekki forsendur til að meta málið sjálft, en mér finnst það ekki skipta höfuðmáli. Aðalatriðið í orsökum kreppunnar er ekki hvort menn hafi brotið reglurnar eða ekki, heldur að reglurnar voru meingallaðar til að byrja með. Fjármálakerfi getur ekki vaxið endalaust. Síst ef það er byggt á skuldum. Okurlánastarfsemi er afleit undirstaða fyrir þjóðfélag. Kreppan er skilgetið afkvæmi auðvaldsskipulagsins sjálfs, kapítalismans. Hún er innbyggð í hann og kapítalismi án reglulegrar kreppu er ekki til. Sá sem vill í alvörunni fara út úr kreppunni á að stefna út úr kapítalismanum.

No comments:

Post a Comment