Sunday, February 21, 2010

Nýtt Ísland: Höldum þessu til haga

Nýtt Ísland fer mikinn þessa dagana. Sífellt fleiri átta sig á furðulegu eðli þeirra, sem virðist vera í ætt við einhverja tegund fasismans. Eða, ég veit ekki hvernig öðru vísi er hægt að skilja þeirra eigin skrif. Þeirra eigin heimasíða er reyndar síbreytileg, þeir virðast breyta henni eftir því sem fleiri gera athugasemdir við innihaldið, sbr. þegar þeir breyttu orðunum "Við erum hægrisinnaður félagsskapur..." í "Við erum hægri og vinstri sinnaður félagsskapur...". Er til betra dæmi um hentistefnu?
En það er best að halda til haga tilvitnunum "úr samþykkt NÍ", sem hafa verið teknar af heimasíðu þeirra:

"* Regluverkið verði tekið til mikillar endurskoðunar. Smá sem stór brot verði skilgreind í hertari refsiramma þar sem það á við. Harðari og skilgreindari refsirammi smá sem stórra afbrota, veiti refsingu við hæfi, þannig verður lög og regla framfylgt betur í siðuðu þjóðfélagi. Lög og reglur nái yfir alla á Íslandi, líka stjórnmálamenn.
* Dreifingu og innflutningi fíkniefna og glæpasatarfsemi verði lýst stríð á hendur. Lögin skilgreind betur og harðari refsingar e áður þekkist. Lýðreglu verði komið á ásamt sérstakri lögreglu sem vinnur í lí nafnleysi manna að því að útrýma almennri glæpastarfsemi á Íslandi. [...]
* Fangelsi gerð rammgirtari og fleiri fangelsi byggð. Skylduvinna og ábótakerfi fyrir fanga verði komið upp við afplánun."


Svo er hér annar moli sem best er að týnist ekki:
"Samstarfshópur NÍ og austurríska JRDE í Vínarborg skilar fljótlega af sér skýrslu um ágæti svokallaðar Lýðreglu fyrir hag hins almenna borgara."

Hvað er þetta dularfulla "JRDE"? Ég hef leitað með Gúgli og ekkert fundið, og þekkir hr. Gúgl þó marga. Er "lýðregla" kannski íslensk þýðing á þýska orðinu Freikorps?

4 comments:

 1. Þú ert bara með sömu rök og Davíð hér um árið. Fyrst Gúgglið þekkir ekki viðkomandi, þá er hann bara ómark :)

  ReplyDelete
 2. Þetta var einmitt vísun í þau fleygu orð.

  ReplyDelete
 3. Lýðregla er ágætis þýðing á Guardia Civil sem var einmitt helsta verkfæri Francos.

  ReplyDelete
 4. ...sem einmitt er næsti bær við Freikorps eða jafnvel SA.

  ReplyDelete