Að undanförnu virðist ótrúlegasta fólk vera orðið að sérfræðingum í lagatæknilegum atriðum í kring um IceSave-hneykslið. Ég er ekki einn af þeim. Lagatæknileg atriði þykja mér ekki áhugaverð, þar sem þau eru ekki aðalatriði heldur aukaatriði. Umræðan er á villigötum þangað til hún fer að snúast um aðalatriði málsins, sem eru forsendurnar sem menn gefa sér. Það er ranglátt að íslensku almenningur borgi fyrir fjárglæfra bankaauðvaldsins. Vegna þess að það er ranglátt er það óásættanleg forsenda.
Ég get alveg unað við lagatæknilega fundna niðurstöðu sem sýknar íslenska alþýðu af svikum fjármálaauðvalds með íslenskt ríkisfang. En það í besta falli tvísýn leið. Þetta er nefnilega ekki spurning um lög, heldur um völd. Þetta er pólitísk spurning og hún er þessi: Hverjir fara með völdin í þessu þjóðfélagi? Svarið á ekki að þurfa að koma neinum á óvart: Fjármálaauðvaldið ræður ennþá ríkjum. Hagsmunir þess og hagsmunir almennings eru ósættanlegir og þegar öllu er á botninn hvolft verður annað hvort að víkja. Annað hvort fer drjúgur hluti þjóðarinnar á hausinn -- og þá verður allt vitlaust -- ellegar að fjármálafyrirtækin verða látin gjalda sjálf fyrir eigið sukk. Á meðan fjármálaauðvaldið ríkir, þá er farið eftir hagsmunum þess. Þá mun almenningur halda áfram að borga brúsann en sökudólgarnir sleppa tiltölulega vel.
Þjóðfélagið er stéttskipt og ríkjandi stefna er ávallt stefna ríkjandi stéttar. Að kalla ríkisstjórnina "vinstristjórn" er merkingarlaust, tómt orð á meðan fjármálaauðvaldið markar ennþá stefnuna. Af hverju heldur fólk að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið séu inni í dæminu? Fyrst og fremst sem bakhjarlar fjármálaauðvaldsins. Stéttabaráttan á Íslandi í dag stendur öðru fremur milli skuldara og okurlánara. Okurlánararnir þekkja sína hagsmuni og skipuleggja sína baráttu vel. Það verða skuldararnir líka að gera.
Tuesday, February 23, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Vel mælt Vésteinn
ReplyDelete