Monday, February 22, 2010

Geðdeild, gyðingar og spilling

Grein Einars bróður, sem birtist í Fréttablaðinu í fyrradag, er nú komin á Eggina: Mælikvarði menningar heitir hún og fjallar um lokun deildarinnar okkar og, reyndar, geðheilbrigðismál almennt. Lesið hana.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Gyðingar í Malmö hrekjast burtu vegna ofsókna, segir Óli Tynes. Það er auðvitað rétt, sem hann hefur eftir borgarstjóranum Ilmar Reepalu, að gyðingaofsóknir séu "skiljanlegar" í ljósi þess hvernig Ísrael hegðar sér í nafni gyðinga, en það er óþolandi þegar menn gera ekki greinarmun á zíonisma og gyðingum sem slíkum og réttmætur and-zíonismi snýst upp í ranglátan and-semítisma. En það eru víst til fávitar í öllum hópum. AntiFa í Svíþjóð hafa einmitt stundum mætt á mótmæli gegn Ísrael, sem nýnasistar hafa boðað til, lamið nýnasistana og hrætt þá í burtu og komið í veg fyrir að þeir gætu blandað gyðingahatri saman við and-zíonisma, og síðan --þegar þeir eru flúnir burt -- hefur AntiFa haldið sín eigin mótmæli gegn Ísrael, og þá á eðlilegum forsendum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Finnur einhver lykt af spillingu þegar Sveinbjörnsson segir flatar afskriftir vera "óraunhæfar"? En það bull. Óraunhæft fyrir hvern? Hvers vegna eru afskriftir fyrir stórfyrirtæki í lagi en ekki fyrir heimili? Hér er mergur málsins: Tilvistarskilyrði fjármálaauðvaldsins og tilvistarskilyrði fólksins í landinu eru komið í ósættandi mótsögn sem harðnar bara og harðnar. Auðvitað vill fjármálaauðvaldið ekki gefa neitt eftir sisona. En það mun gera það á endanum, þótt það kosti baráttu. Þá væri víst strategískt viturlegra að gefa strax eftir óverjanleg vígi, og vona það besta. En nei, þrjóskan og eigingirnin vega þyngra. Eitt mikilvægasta verkefni okkar tíma er að sigrast á fjármálaauðvaldinu.

No comments:

Post a Comment