Tilgangurinn með veru AGS á Íslandi er ekki að hjálpa íslenskum almenningi með því að bæta þjóðfélagið. Tilgangurinn er að innheimta skuldir, að "ráðleggja" ríkinu um hvernig það eigi að fara að því að bera drápsklyfjarnar. Meðölin: Skera niður útgjöld til félagslegrar þjónustu; opna landið fyrir "erlendri fjárfestingu" alþjóðlegs fjármálaauðvalds; selja eignir hins opinbera, þar með taldar auðlindir. Með öðrum orðum, gefa í í áframhaldandi frjálshyggjustefnu.
"Hugsið ykkur hvað væri gaman," sagði Hannes Hólmsteinn um árið, "ef við gæfum bara í." Þeir sem hafa gaman af að gefa í í frjálshyggjuvæðingunni ættu að vera ánægðir með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
No comments:
Post a Comment