Friday, June 13, 2008

Tvær vísur sem urðu til í gær

Lýsing á kettinum mínum, sem er orðinn 17 ára:

Skotta er orðin gamalt grey,
garmurinn illa meltir.
Skítur á gólfið, út fer ei,
ælu á fjalir geltir.

Oddhenda um veðrið undanfarna daga:

Geislum starði stíft á barð,
stundu jarðir merkar.
Af þurrki svarðar víst ég varð
að vökva garð -- og kverkar.

No comments:

Post a Comment