Monday, June 9, 2008

Landspítalinn sendi út viðhorfskönnun sem starfsfólk var beðið að svara. Könnunin sneri að nýja háskólasjúkrahúsinu, sem ég held að enginn viti hvort verður byggt á næstunni eða ekki. Sérstakelga var tekið fram að svörin væru ekki persónurekjanleg. Síðan komu spurningar um hitt og þetta, og í lokin var spurt um bakgrunnsbreytur: Kyn, barnafjölda, búsetu, nám, starfsaldur og vinnustað! Hvað haldið þið að það séu margir starfsmenn á Kleppi, sem eru barnlausir karlar með háskólapróf, búsettir í miðbænum og með lengri starfsaldur en 7 ár?

No comments:

Post a Comment