Wednesday, June 11, 2008

Stefnivargur í garði mínum

Ég hef verið að stússa heilmikið í garðinum að undanförnu. Gróðursett jurtir ýmsar; jarðarberjaplöntur, rósir, rammfang, jötunurt og fleira, og svo hef ég lyft grettistaki í matjurtagarðinum, eins og ég held að ég hafi einhvern tímann nefnt á þessum vettvangi. Í gær og fyrradag umplantaði ég öllum rófunum og radísunum -- á að giska 300 rófuplöntum og 600 radísuplöntum -- og hef haft í mörg önnur horn að líta.

En í fyrrimorgun var Bleik brugðið. Það voru spor í garðinum. Í kartöflu- og radísubeðunum. Spor eftir skó í barnastærð. Einhverjir pottormar hafa verið að hlaupa í gegn um fallega matjurtagarðinn minn.

Hvert ætli maður geti farið til að fá efni í rafmagnsgirðingu?

No comments:

Post a Comment