Thursday, July 5, 2007

Ruslpóstur

Ég fékk ruslpóst um daginn, frá íslensku vefsíðunni spilverk.com. Þar stóð mér ýmislegt fínerí til boða á "ótrúlegum verðum" eins og það var orðað. Þegar ég svaraði og spurði hvar þeir hefðu fengið netfangið mitt og hvenær ég hefði samþykkt að fá auglýsingapóst, þá svaraði einhver Sigþór (eða, réttara sagt, svaraði ekki) og sagði að netfangið mitt væri "út um allt internet". Hann hlýtur að hafa verið að skoða eitthvert af bloggunum mínum, eða þá heimasíðu Félagsins Ísland-Palestína, því það eru síðurnar sem mín eigin Google-leit skilaði mér þegar ég sló netfanginu upp. Jæja, ég sagði honum að taka netfangið mitt af þessum lista þeirra og það undir eins. Ég veit ekki betur en hann hafi gert það.
Ég er hins vegar forvitinn. Hverjir aðrir fengu þennan póst? Mér þætti fróðlegt að heyra hverjir aðrir fengu sama sent og ég. Er nokkur af mínum kæru lesendum í þessum hópi? Svona, látið nú í ykkur heyra.

No comments:

Post a Comment