Saturday, July 7, 2007

Sveinn Andri Sveinsson stofnar blogg til að verja mannorð sitt fyrir vondu Moggabloggurunum sem eru ósáttir við sýknudóminn yfir nauðgaranum sem hann varði. Skrifar pistil þar sem hann rekur viðhorf sín, miklar umræður spinnast og áður en við er litið er hann búinn að eyða blogginu sínu -- þ.e.a.s. síðunni, ekki færslunni. Síðan var horfin þegar ég ætlaði að forvitnast um þetta, en ég fékk afrit af færslunni í pósti. Ég er ekki viss um að Sveinn hafi gert mannorði sínu svo mikið gagn með því að byrja á þrefi yfirhöfuð. Ef hann hefði haldið sig til hlés hefðu flestir verið búnir að gleyma þessu eftir viku.

No comments:

Post a Comment