Wednesday, July 4, 2007

Skemmtileg vísa, og önnur til

Ég man ekki hvort ég hef hent þessari hingað áður eða ekki, en í öllu falli verður hún seint of oft kveðin. Hún lýsir landkostum á Reykhólum á Barðaströnd:

Söl, hrognkelsi, kræklingur,
hvönn, egg, reyr, dúnn, melur,
kál, ber, lundi, kolviður,
kofa, rjúpa selur.
(Eiríkur Pálsson)
Hér er önnur, ekki síður hress:
Veröld fláa sýnir sig,
sú mér spáir hörðu.
Flest öll stráin stinga mig
stór og smá á jörðu.
(Þjóðvísa, eftir því sem ég kemst næst)

No comments:

Post a Comment