Monday, July 16, 2007

Það er magnað hvað það eru margir sem finnst ekkert sjálfsagðara en að lögreglan sveifli kylfunum í hausinn á fólki sem lokar fyrir umferð í mótmælaskyni á Snorrabraut. Eru umhverfisverndarsinnar bara asnar sem er réttast að lemja með kylfu ef þeir mótmæla öðruvísi en að standada með sultardropa á Austurvelli? Díses, ég er viss um að þegar stéttabaráttan harðnar aðeins og fasismi kemst virkilega á flug aftur, þá mun Valdið eiga nóg inni hjá afturhaldssömum Íslendingum. Ég meina, kommon, lögregluofbeldi? Ég veit með vissu -- með vissu -- að löggurnar beittu "disproportionate" valdi til að koma mótmælendunum á kné á laugardaginn. Þær beittu ofbeldi þar sem ofbeldis var ekki þörf. Fólk var snúið niður fyrir ekki neitt. Rúða brotin í bíl, bílstjórinn tekinn -- og aðrar löggur brostu í kampinn á meðan. Hverju sætir þetta? Hvað vann þetta fólk til saka? Díses, löggan mætti alveg slaka aðeins á. Og ýmsir Moggabloggarar líka.
Einar Rafn Þórhallsson skrifaði á Eggina á laugardaginn: Lögregluofbeldi á Snorrabrautinni í dag. Lesið það.
Trúið þið því að mannréttindabrot geti átt sér stað á Íslandi?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ísraelar sleppa 250 palestínskum föngum --- og ef ég þekki þá rétt eru það næstum því allt saman fangar sem átti að sleppa eftir viku hvort sem er.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég er svo bit yfir vitleysunni sem ég les á Moggablogginu að allt það vitræna sem ég les þar fellur í skuggann. Þessa stundina er Moggablogg off í mínum bókum. Lesið samt Hlyn.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Stendur til að taka Taser-byssur í notkun hjá löggunni hérna?? Er þetta grín? Halda menn að þetta sé saklaust barnaglingur? Er það æskilegt að löggan beiti meira ofbeldi?

No comments:

Post a Comment