Saturday, July 7, 2007

Jón Karl Stefánsson skrifar á Eggina: Um nýlendustefnuna og Grænland. Okkur hættir til að gleyma því að landið við hliðina á okkur er fórnarlamb heimsvaldastefnu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Félagi Rafauga kemst vel að orði eins og fyrri daginn, um mannskæða loftárás í Afghanistan:

Árásarmennirnir sýndu ekki einu sinni þá sjálfsögðu kurteisi að drepa sjálfa sig í leiðinni.
Á meðan lesum við um djóksprengjur á Bretlandi. Hve lélegir geta terroristar eiginlega verið?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það er núorðið ekki svo margt, held ég, sem ég lúsles á netinu. Eitt af því er What's New eftir eðlisfræðinginn Robert Park í Maryland. Það er fróðlegt og hressandi að lesa hispurslaus skrif eftir mann sem vit er í.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Doddi benti á grein sem ég vil hér með benda á líka. Hugmyndasamkeppni um einföld, hugvitssamleg og gerleg hryðjuverkaplott.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Eins og glöggir lesendur hafa án efa tekið eftir, þá hef ég tekið aðeins til í tenglasafninu hér til hliðar. Ég hef ekki hent mörgum tenglum út (nokkrum þó), en raðað mörgum þeirra upp á nýtt, auk þess sem ég hef lagað innsláttarvillur og fleira þvíumlíkt sem hefur farið í taugarnar á mér lengi.

No comments:

Post a Comment