Thursday, November 11, 2004



Sjáið minningargreinar eftir Arafat á MIFTAH.org

og grein Uri Avnery á Gush Shalom.org.






Minngarbók um Yasser Arafat forseta Palestínu,

sem lést í dag 11. nóvember, mun liggja frammi í

Ráðhúsi Reykjavíkur frá og með morgundeginum 12. nóvember.










~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~*~

Í öðrum fréttum: Mordechai Vanunu handtekinn aftur og sakaður um að hafa ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál. Vanunu var látinn laus í vor eftir fáheyrða meðferð: 18 ára fangelsi, þar af 12 í einangrun, fyrir þá sök að ljóstra upp um kjarnorkuáætlun Ísraela á 9. áratugnum. Vanunu er píslarvottur fyrir baráttuna gegn kjarnorkuvígbúnaði. Hann var í raun „grafinn lifandi“ og síðan látinn „laus“ með þvílíkum og öðrum eins skilyrðum að menn göptu. Mátti ekki fara úr landi (Ísrael), koma nálægt landamærum eða flugvöllum, höfnum eða erlendum sendiráðum. Ekki tala við erlenda fréttamenn eða útlendinga, ekki tala um störf sín í Dimona-kjarnorkuverinu, ekki umgangast fósturforeldra sína (bandarísk hjón), ekki hafa síma nema hleraðan, ekki farsíma, internet eða email. Til að byrja með. Ekki mátti hann fara út úr bænum án þess að láta lögreglu vita með 24 klst. fyrirvara.

Ákveðinn í að láta ekki kúga sig hefur Vanunu veitt nokkur viðtöl síðan, við erlenda fjölmiðla, t.a.m. BBC. Þá er hann sakaður um að hafa ljóstrað upp leyndarmálum sem hann komst á snoðir um í vinnu sinni fyrir 20 árum(!).

No comments:

Post a Comment