Tuesday, November 16, 2004

RÚV.is fer ekki mikinn í lýsingum á ástandinu í Fallujah. WSWS virðast koma ástandinum betur til skila í góðri grein. Það setur að mér óhug, að þessi glæpur gegn mannkyninu, sem árásin á Fallujah er, skuli vera látinn viðgangast. Með vitund og vilja íslenskra ráðamanna. Halldór og Davíð, blóð þessa fólks er á ykkar höndum.





~*~*~*~*~*~*~*~

Af byltingunni í Nepal er það að frétta að átök eru hafin aftur eftir 9 daga vopnahlé um daginn. Prachanda formaður CPN(M) segir maóista reiðubúna til friðarviðræðna þá og því aðeins að trausts verður þriðji aðili miðli málum milli þeirra og gamla konungveldisins. Aðili á borð við Sameinuðu þjóðirnar, til dæmis. Maóistar munu vera fúsir að hætta vopnuðum átökum ef fulltrúaþing landsins verður að alvöru þingi í stað strengjabrúðusamkundu fyrir krúnuna. Það þykir mér réttmæt krafa, held ég.

No comments:

Post a Comment