Monday, November 15, 2004

Mér verður illt af að sjá fréttirnar frá Fallujah, þvílíkur viðbjóður. Bandaríkjsher segir 1200 andspyrnumenn fallna -- það eru 1200 píslarvottar fyrir frjálst Íraq -- en ef maður drepur óbreyttan borgara, segir maður þá ekki að það hafi verið hættulegur og þrælvopnaður andspyrnumaður og maður hafi drepið hann í sjálfsvörn? Hvað ætli margir óvopnaðir, óbreyttir borgarar hafi verið í hópi hinna 1200? Hvað varðar þá tölu að 38 Bandaríkjamenn hafi fallið -- þá efast ég um að hún sé svo lág. Þegar Bandaríkjaher gefur upp fjölda fallinna hermanna eru yfirleitt aðeins taldir þeir sem sem láta lífið á vígvellinum. Þeir sem látast af sárum sínum í sjúkraskýli flokkast undir "særða" -- og annar hópur telst ekki með, sem eru hermenn sem ekki hafa bandarískan ríkisborgararétt, en þeir eru allmargir. Hvað ætli hin raunverulega tala sé há? 50? 75? Maður veit ekki.

~~~~~~~~~~~~



Gleymið ekki fundinum í kvöld:

Þjóð í þrengingum

- samstöðufundur með Palestínu í Borgarleikhúsinu mánudagskvöldið 15. nóvember kl. 20:00



Vegna fráfalls Yassers Arafat, forseta Palestínu, gengst Félagið

Ísland-Palestína fyrir samkomu í Borgarleikhúsinu mánudagskvöld 15.

nóvember. Þann dag eru 16 ár liðin frá því Arafat var kjörinn forseti af þjóðþingi Palestínu um leið og lýst var yfir sjálfstæði Palestínu. Samstöðufundurinn ber heitið Þjóð í þrenginum og hefst kl. 20:00 með ávarpi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra.



Ávarp:

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra



Stuttar ræður:

Steingrímur Hermannsson, fyrrv. forsætisráðherra

Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður

Ögmundur Jónasson, formaður BSRB

Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason prófastur

Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína



Fundarstjóri:

Katrín Fjeldsted læknir



Ljóð og tónlist:

Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú)

Steinunn Birna Ragnarsdóttir

Vilborg Dagbjartsdóttir

KK

Ellen Kristjánsdóttir



Að fundinum stendur Félagið Ísland-Palestína í samvinnu við samtök

launafólks o.fl.



Fjölmennum og reynum að kynna þennan samstöðufund sem víðast!

No comments:

Post a Comment