Tuesday, November 30, 2004

Mér finnst alltaf jafn hjákátlegt þegar hægrimenn opinbera vanþekkingu sína á George Orwell með því að vísa til 1984 sem "lýsingar hans á sósíalismanum". 1984 er lýsing hans á stalínismanum. Orwell var nefnilega róttækur vinstrimaður. Hann barðist meira að segja í spænsku borgarastyrjöldinni, var með anarkistum í Katalóníu. Nýjasta dæmið um svona vanþekkingar-opinberun er hjá Guðmundi Arnari Guðmundssyni, ritstjóra Ósýnilegu handarinnar, málgagns Andatrúarfélags Íslands.

~*~*~*~*~*~*~*~*~



Mótmælastöður við Alþingishúsið eru orðnar daglegt brauð. Hver sem vill leggja lið er velkominn. Mótmælastaða fer yfirleitt fram milli 12 og 14. Í dag voru a.m.k. tveir stjórnarþingmenn sem æstu sig vegna sannleikans sem stóð á skilti: Hvað hefurðu drepið mörg arababörn, Dóri? Ég mæli með hlýjum fötum.

~~~



Í dag voru utandagskrárumsræður á Alþingi, um Íraqsstríðið. Málshefjandi var gamall afturhaldskommatittur, Össur Skarphéðinsson. Umræðurnar má lesa hér ef einhver hefur áhuga.

~~~



Ef einhver á eftir að skrá sig á Fólkið er upplagt að gera það núna. Þarna er allt að gerast. Brennipunktur íslenskra stjórnmála.

No comments:

Post a Comment