Thursday, November 4, 2004

Einhver hefur komið í nótt og sett fullt af snjó í garðinn minn. Ekki nógu mikið til að ég geti búið til snjókarl, en þó nógu mikið til að ég geti runnið á raskatið og meitt mig alvarlega.







Þessi mynd:





...hefur nú birst nokkrum sinnum í tengslum við veikindi Arafats.

Hún var tekin 11. september 2001 og sýnir þegar Arafat gaf blóð til fórnarlamba árásanna á World Trade Center. Hún tengist, með öðrum orðum, ekki veikindum hans nú. Nema hann hafi gefið svo mikið blóð að hann sé ennþá að jafna sig - sem ég efa stórlega.

Ein fjölmiðill birtir þessa mynd og hinir taka hana hver eftir öðrum, en það gleymist að hún er ótengd þessu máli að öðru leyti en því, að það er sami karlinn á þeim báðum. Þetta þykir mér ekki príma fréttamennska.

No comments:

Post a Comment