Friday, October 15, 2010
Grein og ræða
Wednesday, October 13, 2010
Tuesday, October 12, 2010
Friday, October 8, 2010
Ópólitíska byltingin
Þessar klisjulegu alhæfingar eru samt ekki bara bjánalega, heldur eru þær líka hættulegar. Man einhver hver sagði "lýðræðið er rotnandi hræ"? Það var Mússólíní. Sá gat sko stjórnað, stétt með stétt, án "kjaftakvarna þingræðisins", af festu og einurð og ég veit ekki hvað. Fasisma á ekki að nota sem stuð-orð til að gagnrýna stöðumælavörðin sem sektar mann. Fasismi er raunverulegt fyrirbæri. Þeir sem horfa eftir trampandi stígvélum, örvakrossum eða mönnum með einglyrni munu ekki sjá fasismann, en þeir sem leita að stéttareðli hans eða pólitísku hlutverki -- þeir eru fljótir að sjá hann, svamlandi rétt undir yfirborðinu, bíðandi færis til að rísa upp og koma á röð og reglu.
Fasismi er misskilinn og hefur að sumu leyti fengið óverðskuldaða umfjöllun. Ef menn sjá fyrir sér svart-hvítar biðraðir af fólki í fangabúningum eða brúnstakka að smalla rúðum hjá skartgripasölum eða veðlánurum, þá er þetta ekki eitthvað sem "venjulegur" almenningur þarf að óttast. Fangabúðirnar og ofsóknirnar voru ekki ætlaðar millistéttinni, "venjulegu" fólki sem vinnur bara vinnuna sína, borgar bara skuldirnar sínar og kýs bara Flokkinn. Nei, þær voru í fyrsta lagi ætlaðar andófsöflunum og í öðru lagi óvinsælum minnihlutahópum. Óvinum fólksins, með öðrum orðum. Fólki sem skar sig úr.
Ólafur Þ. Stephensen nefndi það í leiðara í gær eða fyrradag, að það væri óhætt að loka eyrunum fyrir kröfum öfgaaflanna -- anarkistanna, kommúnistanna og nasistanna. Nú er ég reyndar vanur að loka eyrunum fyrir kröfum Ólafs Þ. Stephensens, en þarna birtist ljóslifandi tilraun hægriaflanna til að (a) spyrða róttæklinga saman við mannhatara, (b) nota öfga-samanburðinn til að afskrifa skoðanir anarkista og kommúnista og (c) gefa til kynna að "venjulegt fólk" hafi ekkert að gera í slagtogi við svona lið, eins og þessa nasista og þessa anarkista og svoleiðis.
Látum það liggja milli hluta að það eru anarkistar og vinstri-róttæklingar sem hafa öðrum fremur haldið fasistum í skefjum, allt frá upphafi og fram á þennan dag. Látum það líka liggja milli hluta að það voru anarkistarnir sem héldu við hefð and-fasismans á mánudaginn með því að brenna einn nasistafánann. Látum það líka liggja milli hluta þótt kröfur nasista séu hunsaðar eins og þær eiga að vera.
Það er ámælisvert af Ólafi að ætla að þagga róttæklinga niður með því að gefa í skyn að það sé ekki svo mikill munur á þeim og nasistunum. Sýnu verra er það þó sem margir aðrir gera, að taka undir þá skoðun með fasistunum, að "allir stjórnmálamenn séu eins" eða að eitthvað ópólitískt kjaftæði sé eina leiðin. Það er bara bull, hættulegt bull, og það er með hættulegu bulli af þessu tagi, sem leiðin til raunverulegs fasisma er vörðuð.

Það er hættulegt að útbreiða þá hugsun að vilja enga pólitík, bara stétt með stétt, og engar þingræðiskjaftakvarnir heldur bara röggsemi og festu. Má ég þá heldur biðja um krata sem vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga.
Thursday, October 7, 2010
Þorum að berjast og þorum að sigra
--- --- --- ---
Mótmælin núna eru ekkert grín. Þau eru sprottin af réttlátri reiði, sárum vonbrigðum og örvæntingu. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið undir væntingum. Annað hvort vegna getuleysis eða viljaleysis. Það er svo sem ekki við öðru að búast af höfuðstoð auðvaldsins, krötum.
Það er ábyrgðarhlutur að kenna sig við vinstri. Í þeim málum, sem mestu skipta fyrir fólkið hér og nú, hefur ríkisstjórninni mistekist vegna þess að hún hefur hegðað sér til hægri: Stutt við hagsmuni auðvaldsins en látið alþýðuna hafa reikninginn. Mér er sama þótt einróma hægrisinnaður kór íslenskra fjölmiðla kalli þennan óskapnað „vinstristjórn“, og þótt stjórnin sjálf taki undir það – verkið lofar meistarann og það á að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms er hægristjórn með vinstrigrímu. Það er meinið.
Það blasir ekkert heppilegra stjórnarmynstur við að óbreyttu. Alþingi mun ekki geta hrist fram aðra ríkisstjórn, nema þá ennþá hægrisinnaðri. Það yrði ennþá verra, þrátt fyrir allt. Þannig að þetta er ekkert spurning um að Bjarni Ben fái bara næst tækifæri til að spreyta sig. Hann gæti rétt reynt það og séð hvort mótmælin mundu ekki hætta.
Í búsáhaldabyltingunni voru valkostirnir skýrari. Þá var hægt að krefjast þess að þáverandi ríkisstjórn færi einfaldlega frá, og vinstriflokkarnir svokölluðu gætu þá fengið tækifæri til að reyna að leysa málin. Nú hafa þeir fengið það, og sýnt hvers þeir eru ekki megnugir. Já, eða ekki viljugir, nema hvort tveggja sé. Vera má að það hlakki í einhverjum, en ekki mér. Ég gnísti tönnum.
Vandamál okkar stafa af kapítalismanum og innan ramma hans er engin lausn til, sem almenningur getur sætt sig við. Auðvaldið er komið í blindgötu og annað hvort verðum við með auðvaldinu í blindgötunni, eða við segjum skilið við það og höldum okkar leið án þess. Ég er að tala um að gera byltingu og að byggja upp sósíalískt þjóðskipulag. Það er eina leiðin til þess að laga það sem laga þarf í þessu þjóðfélagi.
Fólk gerir ekki byltingar nema þegar öll önnur sund eru lokuð. Núverandi ríkisstjórn er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir því að sósíalísk bylting geti komist á dagskrá. Það er að segja, sósíalismi verður ekki valkostur fyrr en fólk sér með eigin reynslu að kratisminn er villuljós. Vandinn liggur í því að greina hismið frá kjarnanum. Ef fólk setur samasemmerki milli núverandi ríkisstjórnar og sósíalisma, þá er hægrisveifla því miður rökrétt antitesa við mistökum hennar. Ef það verður bylting í miðri hægrisveiflu, þá er voðinn vís. Þá er sjálfsprottin óreiða skárri.
Hlutverk sósíalista í dag er það sama og alltaf, að segja sannleikann um ástandið, um horfurnar, vandamálin og lausnirnar. Okkur er ærið verk á höndum. Ég veit ekki hvaða framhald verður á mótmælunum á Austurvelli í þessari viku, en ég veit að það sér ekki fyrir endann á spennunni í þjóðfélaginu. Ég veit líka að friðurinn í landinu er ekki öruggur.
Nú þurfa sósíalistar að fylkja liði sem aldrei fyrr. Við þurfum að passa okkur á keldum tækifærisstefnu, einangrunarstefnu og stéttasamvinnustefnu. Við megum ekki láta spyrða okkur saman við krata eða lýðskrumara. Við þurfum að setja sjálfan sósíalismann á dagskrá og berjast fyrir honum þangað til við sigrum. Þorum að berjast og þorum að sigra.
Wednesday, October 6, 2010
Lækjartorg klukkan 17 í dag
Tuesday, October 5, 2010
Ríkið í sinni hreinustu mynd
Í fyrsta lagi: Viðbúnaður af þessu tagi -- að verja ráðamenn og ráðastétt, með valdi ef til þarf -- þetta er sjálfur kjarninn í eðli og hlutverki ríkisvaldsins. Þetta er það síðasta sem ríkið neitar sér um vegna kostnaðar. Þannig að ég get hughreyst Geir Jón, ef hann les þetta, og ef það er hægt að kalla það hughreystingu, með því að það verða alltaf til fjárveitingar til þess að halda úti þeirri valdstjórn sem þarf og/eða er hægt, þegar ólga er í þjóðfélaginu. Á meðan það er á annað borð starfandi ríkisvald á Íslandi, þá verða til fjárveitingar.
Í öðru lagi: Löggan tefldi í gær fram hér um bil öllu sem hún á, þykist ég vita. Sjálf valdbeitingin var kannski tiltölulega lítil miðað við aðstæður, en miðað við hvernig allt leit út, þá hefði verið í hæsta máta óábyrgt af löggunni að hafa ekki viðbúnaðinn á hæsta plani. Ég reikna með að það hafi ekki margir lögreglumenn setið heima og horft á spólu í gærkvöldi.
Það leiðir hugann að því, hvert raunverulegt vald löggunnar hérna er. Það eru ekki til nema nokkur hundruð löggur í landinu. Og enginn her. Það þyrfti ekki mikið skipulag til þess að koma á óöld sem væri ekki séns fyrir lögguna að ráða við. Ég meina, hvað eru mörg möguleg skotmörk í miðbænum, fyrir herskáa stjórnarandstæðinga?
Friðurinn í landinu er tæpur og fer eftir fólkinu sjálfu og engum öðrum. Það segir manni aftur að ríkisstjórnin getur ekki hunsað kröfur fólksins ef það er komið út í horn. Þannig að það er beinlínis hættulegt fyrir ríkisstjórnina -- ég meina sjálft fólkið í henni -- að hunsa svona mótmæli. Annars á einhver eftir að meiða sig alvarlega.
Örlög nasistafánans á Austurvelli
Monday, October 4, 2010
Stjórnarskipti? Kosningar?
Saturday, October 2, 2010
Þykjustusakleysingjar
"Geir Jón segist ekki skilja tilgang svona mótmæla." (RÚV)
Right. Ætli Geir Jón sé svo grænn að hann skilji ekki tilgang mótmælanna á Austurvelli?
Friday, October 1, 2010
Skríll á Austurvelli?
Ekki vegna þess að skríll sé ekki til. Heldur ekki vegna þess að skrílslæti hafi aldrei sést í mótmælum. Heldur vegna hræsninnar. Vegna þess hvað þessum upphöfnu meinleysingjum finnst sjálfsagt að kalla meðbræður sína skríl. Að dæma fjöldann á einu bretti, afskrifa þar með það sem fólki gengur til og vera kominn með skálkaskjól til að geta setið áfram heima hjá sér í sjálfumglöðu yfirlæti og með góða samvisku, þótt þjóðfélagið sé á heljarþröm.