Friday, July 2, 2004

Þú færð sanngjörn réttarhöld og svo verðurðu hengdur.



-- Hrói Grænbaun við Lukku-Láka í Rangláta dómaranum



Ég er einn þeirra sem líst ekkert á þessi sýndarréttarhöld yfir Saddam Hussein. Til að afstýra ásökunum þá tek ég það fram að það er ekki vegna þess að mér finnist Saddam Hussein svona æðislegur. Það er vegna þess að ég aðhyllist svokölluð "mannréttindi" og tel þau vera universal - það er að segja að þau gildi um alla, alltaf. Réttindin sem Bandaríkin sýna Saddam Hussein eru sömu mannréttindi og ég get vænst af þeirra hálfu, sömu mannréttindi og hver sem er getur vænst af þeirra hálfu.

Sá sem þjónar ekki hagsmunum bandarísku valdastéttarinnar getur búist við viðeigandi ráðstöfunum. Ef Saddam hlýtur ósanngjörn endalok geta aðrir ekki átt von á sanngjarnari endalokum ef þeir skyldu ekki kæra sig um að þjóna bandarísku valdastéttinni.



Hægt er að lesa fyrsta hluta réttarhaldanna, m.a. hér.



Alþjóða stríðsglæpadómstóllinn í Haag væri réttasti vettvangurinn til að rétta yfir Saddam, býst ég við. Ef leitað er að sanngjörnum eða óhlutdrægum dómara, er þá ekki vafasamt að leita hans í hópi óvina sakborningsins?



Ef sá sem etur kappi við bandarísku valdastéttina bíður lægri hlut getur hann, eins og aðrir sem bíða lægri hlut, átt von á réttlæti sigurvegarans. Flóasirkus er sjónhverfing: Hann er sirkus, en það eru engar flær í honum. Eins er því farið með réttlæti sigurvegarans: Það er sigurvegarans, en það er ekkert réttlæti.



No comments:

Post a Comment