Friday, July 23, 2004

Bandaríkjaþing samþykkir North Korea Human Rights Act samhljóða.  En fallegt af þeim.  Hvað ætli Bandaríkjaþing hafi í alvörunni mikinn áhuga á mannréttindum í Norður-Kóreu?  Eða, réttara sagt, á mannréttindum yfirleitt?  Ef hann væri mikill, þá getur maður hugsað sér fimmtíu eða sextíu staði sem þeim væri í lófa lagið að taka til á, þótt þeir geri það ekki.

Mannréttindamál eru skiptimynt í valdabaráttu.  Þau eru notuð í þessu máli vegna þess að þau vinna gegn óvininum N-Kóreu.  Annars væru þau ekki nefnd á nafn.

-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-=-

Finnst fleirum en mér eins og það sé komið spennufall eftir fjölmiðlamálið?  Gúrkutíð gengin í garð, hmm?

Flokkshollusta er nú meiri meinsemdin.  "Sjálfstæðisflokkurinn er minn flokkur.  Einhverjir galgopar og gosar hafa náð forystunni en þetta er áfram flokkurinn minn og ég læt þá ekki taka hann af mér!  Þess vegna kýs ég hann áfram!" -- Þetta sagði mér roskinn karl sem ég þekki.  Fyndið að sjá hvernig menn geta verið á móti stefnu flokksins, jafnvel harðir stjórnarandstæðingar, en áfram dyggir kjósendur!  Svona er það, þegar flokkur verður að blæti, trúarbragði eða gömlum vana.

Ég hef visst gaman af því, þegar "frjáls"hyggjumenn tala um að lækka skatta og nefna í því samhengi lönd eins og Írland, Lúxemborg o.fl.  Ef fáein lönd lækka skatta á fyrirtæki niður úr öllu valdi, þá laða þau til sín fjármagn, já, og þetta mikla fjármagnsaðsóp hefur góð áhrif á efnahagslíf viðkomandi lands (eða, er það ekki annars?) -- en ef þetta trend breiðist út snýr dæmið öðruvísi við.  Þá keppast lönd við að lækka skatta á fyrirtæki til að laða þau til sín frá hinum löndunum, og slík keppni, getur hún nokkurs staðar endað nema með algerum skattfríðindum fyrirtækja og fjármagnseigenda?  Það er einmitt lóðið: Lækka skatta á þá ríkustu þangað til þeir þurfa ekki að borga neina skatta lengur.

Það er samfélagssáttmáli um að hjálpa þeim sem þarfnast hjálpar.  Það kostar vitanlega peninga.  Er ekki hugmyndin að brúsann borgi undirstéttin, stétt launþega?  Stétt launþega, sliguð af byrðum, eða þá hver og einn svamlandi eða drukknandi einn, arðrændur á einstaklingsgrundvelli, meðan þeir ríkustu dansa milli regndropanna.  Draumsýn hægrimannsins.  Lögga og her vernda réttindi þeirra ríkustu.  Frábært.

No comments:

Post a Comment