Í kosningunni 20. október er ekki spurt hvort fólk vilji hafa þjóðkirkju eða ekki, en það er spurt hvort fólk vilji hafa þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá eða ekki. Kirkjunnar menn skrifa sumir, þessa dagana, um að spurningin sé þess vegna ekki svo merkileg. En þeir ætla nú samt að kjósa að hafa ákvæðið kyrrt. En ef spurningin er svona ómerkileg, þá ættu þeir (með sömu rökum) varla að amast við því heldur, að fólk hafni ákvæðinu.
Stjórnarskráin ætti auðvitað að áskilja fullt trúfrelsi fyrir alla, að trú sé einkamál hvers og eins og að ríkið skipti sé ekki af henni. En það er ekki kosið um það, bara hvort eigi að vera þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskránni. Ef menn vilja yfirhöfuð hafa þjóðkirkju, þá duga venjuleg lög alveg til þess. Eða, duga þau ekki fyrir flestar aðrar stofnanir ríkisins?
Stjórnarskrárákvæðið, eins og það er nú, er ákveðin hindrun í veginum fyrir aðskilnaði (þó tekið sé fram að "þessu megi breyta með lögum"). Það er fráleitt að hafa ákvæðið áfram "nokkra áratugi í viðbót" eins og einhver stakk upp á. Frestur er á illu bestur. Kirkjan verður látin róa, það er bara tímaspursmál, og auðvitað vill hún draga það eins og hægt er, að verða tekin af spenanum.
Wednesday, October 3, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment