Friday, October 26, 2012

Slök útkoma íhaldsins í þjóðaratkvæðagreiðslunni

Bjarni Benediktsson og föruneyti hans hafa gert mikið úr því að kosningaþátttakan hafi verið slök í þjóðaratkvæðagreiðslunni um síðustu helgi og að þau 66,9% sem sögðu já við fyrstu spurningunni séu í raun bara helmingur þeirrar tölu, þar sem helmingur kjósenda hafi setið heima og séu þar af leiðandi andvíg nýju stjórnarskránni. En hvað boðaði Bjarni sjálfur? Ekki hjásetu, hann boðaði að fólk ætti að mæta á kjörstað og segja nei. Það gerðu 33,1% þeirra sem kusu. Eða með öðrum orðum, hálft sautjánda prósent landsmanna. Ef það er hlutfallið sem fylgir Bjarna að málum, þá er eitthvað að þokast í rétta átt í þessu landi.

Ég verð að segja að tölurnar um kirkjuna eru ekki bara vonbrigði, heldur koma þær á óvart, enda á skjön við það trend undanfarinna ára að um það bil tveir þriðju hlutar landsmanna vilji aðskilja ríki og kirkju. Hins vegar þekki ég bæði fólk sem er trúlaust og skilaði auðu í þeirri spurningu, og fólk sem vill aðskilnað, misskildi spurninguna og merkti við "já" þegar það meinti "nei". Það hljóta að vera fleiri. Kannski skekkti það niðurstöðuna að spurningin hafi verið gölluð. Eða kannski að kirkjan hafi gengið í gegn um "rebranding" með nýjum biskupi og snaraukið viðskiptavildina í einum hvelli.

No comments:

Post a Comment