Rauður vettvangur boðar til
fundar í Iðnó laugardaginn 6. október kl. 13. Framsögumenn verða Andrés
Magnússon geðlæknir, Guðbergur Egill Eyjólfsson bóndi og háskólanemi,
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir sagnfræðingur og Þorvaldur Þorvaldsson
trésmiður.
Nú þegar æ fleiri vinstrimenn þykjast sviknir af
stefnu núverandi ríkisstjórnar vaknar umræðan um þörf fyrir nýjan,
trúverðugan vinstriflokk fyrir næstu kosningar. Á vinstrisinnuð
ríkisstjórn að bjarga einkareknum bönkum og viðhalda aðstöðu þeirra til
að féfletta almenning, eða að taka fjármálastofnanir í þjónustu
fólksins? Á vinstrisinnuð ríkisstjórn að binda íslenskt samfélag á klafa
evrópsks auðvalds til frambúðar, eða styrkja fullveldið þjóðinni til
hagsbóta? Á vinstrisinnuð ríkisstjórn að auka ítök auðvaldsins á
auðlindum lands og sjávar, eða efla félagsleg yfirráð þjóðarinnar yfir
þeim? Þessar og fleiri spurningar þurfa vinstrimenn að ræða af alvöru og
finna niðurstöðunni farveg við hæfi.
Thursday, October 4, 2012
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment