Tuesday, February 8, 2011

Orð númer tvö

Bragi sonur minn er orðinn níu mánaða og ég dáist að því hvað færni hans eykst hratt. Hann stóð í fyrsta sinn óstuddur í gær, stutta stund. Og fyrir nokkrum dögum sagði hann orð númer tvö. Fyrsta orðið var hið fyrirsjáanlega "mamma". Annað orðið? Jú: Kisa. Ekki pabbi, heldur kisa. Eftir áhugamálunum að dæma býst ég eins við því að þriðja orðið verði "Eldey".

No comments:

Post a Comment