Sunday, February 27, 2011

Líbýski fáninn

Í fréttaflutningi frá Líbýu undanfarið hafa mótmælendur oft sést veifa þverröndóttum fánum rauð-svart-grænum að lit og með hálfmána og stjörnu í hvítu í svörtu röndinni. Það er skiljanlegt að þeir noti þennan fána, þetta er fáni líbýska konungsríkisins, sem var í notkun frá 1951-1969. Líbýska fánanum hefur hins vegar verið breytt, og algrænn fáni verið notaður síðan 1977, eini einliti þjóðfáni heims. Í myndartexta með frétt á RÚV.is í gær er gamli fáninn kallaður "Líbíski fáninn". Mundu menn fallast á að gamli íslenski hvítblái fáninn væri kallaður "íslenski fáninn"?

No comments:

Post a Comment