Tuesday, February 8, 2011

Eldey tveggja ára

Eldey átti tveggja ára afmæli á dögunum. Við höfðum ákveðið með löngum fyrirvara að halda smábarna-ball af því tilefni. Í desember fékk hún æði fyrir Múmínálfa-teiknimyndum, sem enn stendur. Þannig að okkur þótti eðlilegt að reyna að hafa Múmínálfa-þema. Fundum hvergi glös, diska né servíettur með Múmínálfunum -- en ákváðum hins vegar að hafa köku sem yrði einhver persóna úr teiknimyndunum. Spurðum afmælisbarnið hver það ætti að vera. Hún vildi hafa Múmínmömmu. Þannig að Múmínmamma var það. Ég efast um að Múmínmamma sé vinsælasta persónan hjá mörgum börnum. En hún er svo sem vel að því komin.

No comments:

Post a Comment