Thursday, February 10, 2011
Happadagurinn mikli
Í haust var ég einu sinni sem oftar í vinnunni, og það kom stund þar sem lítið var að gera. Til að drepa tímann greip ég spilastokk og lagði kapal. Gamla góða sjöspila-kapalinn sem allir þekkja. Í fyrsta sinn sem ég lagði hann gekk hann upp. Líka í annað skiptið. Og þriðja, fjórða og fimmta skiptið líka. Fimm sinnum í röð. Ég þurfti ekki meira til að átta mig á því að þetta var happadagur. Þannig að þegar ég kom heim fór ég út í sjoppu og keypti miða í Lottóinu og í Víkingalottóinu líka, sannfærður um að ég mundi vinna þann stóra. Ég fylgdist svo spenntur með drættinum. Og getið bara hvað: Ég vann ekki neitt. Hvaða lærdóm má draga af þessari sögu?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Þú kláraðir "happaorkuna" með því að spila kapalinn svo þú áttir ekkert eftir fyrir lóttó-ið?
ReplyDelete