Saturday, February 19, 2011
Kjararáð og kjarasamningar
Kjararáð hækkar laun dómara. Mér finnst viðbrögð Gylfa Arnbjörnssonar skrítin. Ég hefði tekið því fagnandi að kjararáð gæfi svona tóninn fyrir kjarasamninga almennt. Hvað sem dómurum líður, þá hefðu flestir félagar í ASÍ nefnilega gott af því að fá launahækkun, og það hefði þar með gott af því að Gylfi Arnbjörnsson áttaði sig á því. Og hinn mikli verkalýðssinni Steingrímur J. Sigfússon segir að ákvörðunin sé ekki fordæmisgefandi. Bull. Auðvitað er hún fordæmisgefandi. Verkalýðssinnar mundu nota hana sem fordæmi til að krefjast almennra launahækkana, en í höndum krata og annarra hægrimanna er hún bara annars konar fordæmi: Fordæmi um að sumir eigi bara betra skilið en aðrir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment