Wednesday, December 1, 2010

Kjarasamningar lausir frá og með deginum í dag

Enginn veit hvað samninganefndir verkalýðshreyfingarinnar og launagreiðenda munu sitja lengi að samningaviðræðum áður en samið verður. Mitt félag, SFR, semur við samninganefnd ríkisins, og þar sem opinberir starfsmenn eru ekki í samfloti í samningunum, mun samninganefnd ríkisins líklega þurfa að semja við um 60 mismunandi félög. Einhvern tíma getur það nú tekið, þykist ég vita.

Launagreiðendur, hvort sem það eru ríkið, sveitarfélögin eða Samtök atvinnulífsins, segja nú eins og alltaf að ekki sé hægt að hækka laun. Gott ef kjarabætur mundu ekki bara setja allt á annan endann. Auk þess vilja launagreiðendur gera langan samning -- þriggja ára, minnir mig að SA hafi sagt. Ég yrði hissa ef nokkur einasti maður yrði raunverulega ánægður með samningana sem munu á endanum koma út úr þessu. Ég yrði þó enn meira hissa ef almennt launafólk tæki upp á því að fara að taka þátt, sem þó er forsenda fyrir öllum sigrum verkalýðsins.

No comments:

Post a Comment