Monday, December 6, 2010

Verð á gulli, og góðum og vondum pennum

Gullverðið fór upp í 1423 dali únsan í dag, sem er enn eitt heimsmetið. Hvað segir það okkur? Jú: Kreppan er ekki í rénun. Ónei.
-- -- -- --
Ég fór í dag í Eymundsson og Mál og menningu til að leita mér að sæmilega góðum skriffærum. Nánar tiltekið var ég að leita að einnota svörtu kúlutússi með hæfilega miklu blekflæði til þess að strikið gráni hvorki, né það komi klessur. Í hvorri búð fann ég eina gerð af pennum sem mér fannst passa mér, þótt úrvalið sé mikið á báðum stöðum. Í Eymundsson kostuðu sumir af þessum pennum -- ég er að tala um einnota penna -- vel á annað þúsund, en voru samt ekki nógu góðir. Sá sem ég var ánægðastur með í Eymundsson kostaði undir 150 kr. stykkið. Kræst, hvað vandlátur pennakaupandi þarf að hafa fyrir því að finna almennilega penna.

No comments:

Post a Comment