Sunday, December 5, 2010

Vísa um ólíkan kvikmyndasmekk

Kona mín og ég höfum ólíkan kvikmyndasmekk. Hennar er fjölbreyttari, en minn er sérhæfðari. Sjálfum finnst mér minn betri, en það er víst smekksatriði.

Ef Rósa um myndir þenkir, þá
þung mín heyrist stuna:
Horfa vil ég aðeins á
Apaplánetuna.

1 comment:

  1. Það verður allavega ekki af þér skafið að þú hefðir sannarlega getað valið þér verri mynd í sérhæfni þinni. ;)
    Planet of the Apes er æði.

    ReplyDelete