Thursday, March 26, 2009

Eldey Gígja dafnar vel. Hún sást fyrst brosa í mánaðarafmælinu sínu, og í fyrradag átti hún tveggja mánaða afmæli og sást þá brosa út í annað, í fyrsta sinn svo ég viti. Eftir nokkuð vesen með viðgerðir er barnavagninn kominn í nothæft ástand og hagt að fara út að ganga með hana í honum. Þetta er stórskemmtilegt, verð ég nú bara að segja.

No comments:

Post a Comment