Monday, March 23, 2009

Af landsfundi VG

Ég er mjög, mjög ánægður með ályktunina sem var samþykkt um að stefna bæri að aðskilnaði ríkis og kirkju, og að styrkja skyldi jafnrétti og frelsi í trúmálum til muna. Það var mjög góð niðurstaða og það þótt fyrr hefði verið.

Ég er hins vegar mjög vonsvikinn vegna meðferðar Steingríms J. á ályktun um bráðaaðgerðir vegna húsnæðisskulda. Svo óánægður að það skyggir á allt annað. Mér finnst ábyrgðarhlutur að þegja þegar manni er misboðið í svona málum, og mun ég því skrifa nánar um það í grein á morgun eða hinn. Ég ætla að spara yfirlýsingar þangað til. Fyrir utan smá kveðskap:

Lofa vil ég litlu um hvað leysa kratar,
formenn þeirra og flokkasnatar.

En bráðum kemur byltingin með blóm í haga:
og sósíalíska sumardaga.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Bretar læra viðbrögð við hryðjuverkum. Þvílík djöfulsins della. Þetta er hræðsluáróður og ekkert annað. "Hryðjuverk" eru einhver uppblásnasta ógn okkar tíma. Hræðsla fólks er notuð til að skerða persónufrelsi, kortleggja manneskjur, gera jaðarhópa tortryggilega og hækka valdbeitingarstig ríkisvaldsins. Já, og líka til að kyrkja Landsbankann í Englandi og bregða fæti fyrir flugfarþega. Djöfulsins della!

No comments:

Post a Comment