Wednesday, April 1, 2009

VG og sósíalisminn

Það er grein eftir mig á Egginni í dag -- VG og sósíalisminn:
Á landsfundi Vinstri-grænna var lögð fram ályktunartillaga, sem ég var meðflutningsmaður að, þess efnis að Vinstrihreyfingin-grænt framboð væri sósíalískur flokkur og skyldi kalla sig það. Flokkurinn væri nú þegar yfirlýstur feminískur og umhverfisverndarsinnaður, en verkalýðsmálin hefðu orðið útundan og því skyldi kippa í liðinn með þessari yfirlýsingu. Samþykkt var að vísa tillögunni, lítið breyttri, til flokksráðs til afgreiðslu. Þetta segir sitt.
Lesa restina: VG og sósíalisminn

No comments:

Post a Comment