Sunday, February 8, 2009

Stærstu fréttir af lífi mínu til þessa

Það hefur verið langt stórra högga á milli hér á þessu bloggi undanfarið. Ástæðan fyrir því fæddist fyrir hálfum mánuði síðan. Rósu konu minni og mér fæddist þetta líka myndarlega stúlkubarn, 17 merkur að þyngd, 53 cm að lengd, þann 24. janúar. Hún heitir ekkert ennþá, en úr því rætist áður en langt um líður.

Þetta er semsé skýringin á því hvað lítið hefur borið á mér á netinu að undanförnu. Það kemur með öðrum orðum til af góðu. Ég hef bara haft mikilvægari hnöppum að hneppa. Er það ekki annars til marks um að maður sé sannur byltingarsinni, að þegar byltingin kemur, þá sé maður á fæðingardeildinni?

No comments:

Post a Comment