Monday, February 23, 2009

Ég er í VG

Ég fór á skrifstofu VG á föstudaginn og skráði mig í flokkinn. Ástæðan er auðvitað yfirvofandi prófkjör. Þótt stefna flokksins hafi verið vinstri-kratísk og borgaraleg, og ég þar af leiðandi ekki viljað vera félagi, hef ég veitt skilyrtan stuðning hingað til. Ég veit nefnilega að talsverður fjöldi sósíalista er innan VG og að flokkurinn gæti verið staður fyrir sósíalista. Ég fullyrði ekkert um það að sinni. En ef það er einhvern tímann raunhæft að koma sósíalisma að, þá hlýtur það að vera í komandi prófkjöri. Eftir það sem gekk á í haust og vetur, heimtar þjóðin að fá val um eitthvað allt annað en kapítalisma. Það gæti oltið á prófkjöri VG hvort allt það fólk hefur eitthvað til að kjósa í vor eða ekki. Ég ætla að veita þeim brautargengi í prófkjörinu í Reykjavík, sem ég treysti best til að spyrna gegn áhrifum auðvaldsskipulagsins. Ég ætla að leggja mitt af mörkum og vona að aðrir geri hið sama.

No comments:

Post a Comment