Saturday, February 21, 2009

4

Eldey Gígja varð fjögurra vikna í dag og dafnar vel. Þessar fjórar vikur hafa verið fljótar að líða. Ég hef lært það, meðal annars, að fæðingarorlof er ekki eins og frí. Það er margt sem ég sinni ekki eins og ég gerði fyrir nokkrum vikum síðan. En ég býst við að ég megi kallast forfallaður af gildum ástæðum.

~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Um daginn þurfti ég að fletta nokkrum símanúmerum upp í símaskránni, og opnaði hana á réttri blaðsíðu -- tvisvar sinnum. Mér leið eins og ég hefði farið holu í höggi tvisvar sama daginn.

Talandi um símaskrána, þá las ég hana loksins um daginn, þ.e.a.s. myndasöguna. Hún var ágæt.

No comments:

Post a Comment