Wednesday, February 18, 2009

Ég á barn

Það er mjög merkileg tilfinning að eignast sitt fyrsta barn, svona, ef þið vissuð það ekki. Ég bjóst þó við einhvers konar "vá, ég er orðinn pabbi"-sjokki, en það hefur ekki komið ennþá. Kannski kemur það, hver veit. Mér skildist líka að fólk yrði vanalega hissa á því hvað nýfædd börn væru krumpuð og fjólublá. Nú, Eldey Gígja Vésteinsdóttir var það ekki. Auk þess hélt hún haus þegar hún fæddist. Ég var mest hissa á því hvað hún var mannaleg frá fyrstu mínútu.

Eldey Gígja er frísk og spræk. Hún sefur samt misjafnlega vel á nóttunni.
Það þýðir að við Rósa sofum líka misjafnlega vel á nóttunni.

No comments:

Post a Comment